Risu úr sætum fyrir Höllu

Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands.
Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands. mbl.isKristinn Magnússon

Fyrsti þingfundur síðan 17. maí hófst með því að Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, óskaði nýkjörnum forseta Íslands, Höllu Tómasdóttur, til hamingju með kjörið. 

Minnti Birgir á að samstarf þings og forseta væri mikið og bað hann svo þingið um að rísa upp úr sætum til að staðfesta orð hans og risu þá þingmenn úr sætum sínum. Á dagskrá þingsins í dag er meðal annars óundirbúinn fyrirspurnatími.

Athygli vakti í morgun þegar fundi allsherjar- og menntamálanefndar var óvænt frestað án útskýringa. Til stóð að afgreiða útlendingafrumvarpið úr nefndinni í dag.

Þingmenn risu úr sætum fyrir Höllu Tómasdóttur.
Þingmenn risu úr sætum fyrir Höllu Tómasdóttur. Skjáskot/Vefur Alþingis
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert