Bætur hækkuðu minna en leigan

Íbúðarhús í Reykjavík.
Íbúðarhús í Reykjavík. mbl.is/Sigurður Bogi

Húsnæðisbætur til leigjenda íbúðarhúsnæðis hafa hækkað mun minna en húsaleiga á síðustu sjö árum. Gildandi lög um húsnæðisbætur tóku gildi 1. janúar árið 2017. Frá þeim tíma og fram í janúar á þessu ári hækkuðu grunnfjárhæðir bótanna um 31,1%. Á sama tíma hefur undirvísitala greiddrar húsaleigu hækkað um 41,9%.

Þessar upplýsingar koma fram í svari innviðaráðherra á Alþingi við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni alþingismanni.

Húsnæðisbætur eru greiddar mánaðarlega til að aðstoða fólk sem leigir íbúðarhúsnæði. Björn Leví spurði einnig hvernig grunnfjárhæðir húsnæðisbóta hefðu hækkað í samanburði við þróun launa, verðlags og efnahagsmála. Í svari ráðherra kemur fram að frá janúar 2017 til janúar 2024 hækkaði neysluverðsvísitalan um 39,1%, launavísitalan hækkaði á sama tímabili um 63,1% og landsframleiðsla á mann um 39,9% en grunnfjárhæðir húsnæðisbóta um 31,1% eins og áður segir. Frítekjumörkin hækkuðu á sama tíma um 59,8%.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert