Mesta kjörsókn það sem af er öldinni

Frá kjörstað.
Frá kjörstað. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þátttaka í nýafstöðnum forsetakosningum var um 80,8% sem er sú mesta frá kjöri Ólafs Ragnars Grímssonar árið 1996. Þátttakan var betri nú en árið 2016 þegar Guðni Th. Jóhannesson var kjörinn.

Birgir Guðmundsson, doktor í stjórnmála- og fjölmiðlafræðum við Háskólann á Akureyri, segir kjörsóknina endurspegla það að raunveruleg samkeppni hafi verið um embættið.

„Þar sem ekki var um endurkjör að ræða er nokkuð augljóst að áhugi manna er mun meiri, þar sem kjósendur búast almennt við því að sitjandi forseti nái endurkjöri,“ segir Birgir í samtali við Morgunblaðið.

Kort/mbl.is

Breið flóra frambjóðenda bjóði jafnframt upp á marga valkosti þannig að kjósendur ættu að geta fundið einhvern við sitt hæfi, segir Birgir.

Ef þátttakan nú er borin saman við kjörsókn í þingkosningum síðastliðinna ára er hún nokkuð svipuð. Kjörsókn í þingkosningunum árið 2021 var um 80,1%.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert