Tómas setur upp klút til heiðurs Höllu

Tómas hyggst setja upp klút til heiðurs Höllu alla vikuna.
Tómas hyggst setja upp klút til heiðurs Höllu alla vikuna. Skjáskot/Alþingi

Tómas A. Tómasson, þingmaður Flokks fólksins, hyggst setja upp klút til heiðurs Höllu Tómasdóttur, nýkjörins forseta Íslands, alla daga í þessari viku. 

Þetta sagði Tómas þegar hann steig í pontu á Alþingi í dag en klútar sem Halla bar um hálsinn í kosningabaráttunni hafa vakið mikla athygli. 

Bar klútinn því hún var veik 

Halla Tóm­as­dótt­ir kom, sá og sigraði í for­seta­kosn­ing­un­um á laugardaginn með klút um háls­inn og í ljósri dragt. 

Tölu­verðar umræður hafa spunn­ist í kring­um klút­ana en Halla var með klút í fyrstu kappræðum Rúv því hún var veik og vaknaði algjörlega raddlaus um morguninn. 

Halla bar meðal annars klút í kappræðum Morgunblaðsins og mbl.is …
Halla bar meðal annars klút í kappræðum Morgunblaðsins og mbl.is í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert