„Ég fer eiginlega aldrei út að borða“

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri og Arnór Sighvatsson, settur varaseðlabankastjóri fjármálastöðugleika. mbl.is/Eyþór

Ásgeir Jóns­son seðlabanka­stjóri seg­ist skilja áhyggj­ur veit­inga­manna af stöðu grein­ar­inn­ar. Þó seg­ir hann að háir vext­ir séu ekki það eina sem bíti helst veit­inga­hús, þar séu aðrir þætt­ir sem spili líka stórt hlut­verk. 

Þetta sagði hann í sam­tali við mbl.is að lokn­um kynn­ing­ar­fundi fjár­mála­stöðug­leika­nefnd­ar í morg­un. 

Mbl.is greindi frá því í gær að veit­inga­menn hefðu þung­ar áhyggj­ur af stöðu grein­ar­inn­ar og að veit­inga­hús yrðu gjaldþrota nán­ast í hverri viku.

Aðal­geir Ásvalds­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka fyr­ir­tækja á veit­inga­markaði, rek­ur ástæðuna meðal ann­ars til hás vaxta­stigs í land­inu. 

Bitn­ar fyrst á veit­inga­stöðum

Ásgeir seg­ir að aðal­vand­inn við að reka veit­inga­hús á Íslandi sé hve há greiðslu­byrði sé vegna yf­ir­vinnu og vakta­álags og það sé óhent­ugt fyr­ir veit­inga­menn. 

„En auðvitað um leið og velta ferðamanna byrj­ar að ganga niður þá er það veit­inga­geir­inn sem verður fyrst fyr­ir barðinu á því.“

Held­urðu að veit­ingastaðir á Íslandi séu of marg­ir?

„Já, ég skal ekki segja til um það, ég fer eig­in­lega aldrei út að borða sjálf­ur og fylg­ist ekki mikið með þessu.“

Þá ít­rek­ar hann að það komi sér ekki á óvart að veit­inga­menn finni fyr­ir þrálátri verðbólgu og háu vaxta­stigi. Þar sem veit­inga­menn eru oft­ast þeir sem finni fyr­ir hæg­ari um­svif­um í efna­hags­líf­inu, það komi fram um leið og ís­lensk heim­ili fari að halda aft­ur af sér. 

Þurfa þeir þá bara að bíða eft­ir að vext­ir lækki?

„Ég held að það sé fleira sem þeir þurfi að gera en að bíða eft­ir að vext­ir lækki. Ég held að veit­inga­geir­inn sé ekki eins næm­ur fyr­ir vöxt­um og marg­ir aðrir geir­ar. Það sem skipt­ir miklu máli er hversu marga kúnna þeir fá. “

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert