Halla þá og nú

Halla tilkynnti um fyrsta framboð sitt til embættis forseta Íslands …
Halla tilkynnti um fyrsta framboð sitt til embættis forseta Íslands í eldhúsinu heima hjá sér á Kársnesi. Í þetta sinn tilkynnti hún um framboð sitt í Grósku. Samsett mynd/Árni Sæberg/Óttar

Í ræðu sem Halla Tómasdóttir, nýkjörinn forseti Íslands, hélt á heimili sínu á Kársnesi þegar hún bauð sig fram til embættis forseta Íslands í fyrsta sinn árið 2016, sagðist hún vera af þeirri lánsömu kynslóð sem orðið hefði fyr­ir djúp­um áhrif­um af for­setatíð Vig­dís­ar.

„Mynd­in af henni á svöl­um síns heim­il­is, í heima­prjónuðum kjól með unga dótt­ur sína sér við hlið, hef­ur alla tíð verið ljós­lif­andi í mín­um huga og verið mér eins og öll­um af okk­ar kyn­slóð mik­il hvatn­ing,“ sagði Halla í ræðu sinni. 

Á mánudag birtist frétt á mbl.is með fyrirsögninni „Veifandi Vigdís heima hjá Höllu“. Í fréttinni segir frá því að í stofunni heima hjá Höllu sé umrædd ljósmynd af Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta. Halla hefur því sannarlega haldið fast í þessa fyrirmynd sína á undanförnum árum. 

Traustið í samfélaginu 

Þetta var þó einungis byrjunin á framboðsræðu Höllu þetta árið og því margt annað sem hún lagði áherslu á sem svipar til þeirra áhersluþátta sem hún hafði í núverandi baráttu. 

„Ég held að tími sé kom­inn til að skoða grunn­gildi okk­ar og ræða þau, því það er vond­ur staður sem við erum kom­in á, þegar aðeins einn af hverj­um tíu treyst­ir stjórn­völd­um. Þetta er brostið traust og af­leiðing af því sem hér gerðist,“ sagði Halla árið 2016 og vísaði til hrunsins. 

„Við erum búin að sinna efna­hags­legu verk­efn­un­um nokkuð vel en til­finn­ingakreppa okk­ar, og sárið sem varð til í sam­fé­lags­sátt­mál­an­um, þau eru enn þá til staðar. Ég held að næsta verk­efni sé að sinna því svo unga fólkið okk­ar vilji búa hér.“

Halla bauð sig fyrst fram í embætti forseta Íslands árið …
Halla bauð sig fyrst fram í embætti forseta Íslands árið 2016, eða fyrir um átta árum. Í bæði skiptin stóð fjölskylda hennar þétt við bakið á henni. Samsett mynd/Eggert/Árni Sæberg

Annt um unga fólkið 

Eins og fram kemur hér á undan sagði Halla næsta verkefni, á þeim tíma, að sinna sárinu sem varð til í samfélagssáttmálanum árin á undan til að unga fólkið myndi vilja búa á Íslandi. 

Halla lagði að sama skapi ríka áherslu á unga fólkið í núverandi baráttu og sagðist ungt fólk sem studdi Höllu til embættisins vona að hún myndi ná að draga úr skautun í íslensku samfélagi í sinni valdatíð. 

Forseti þurfi að vera fyrir „vilja allr­ar þjóðar­inn­ar

„Ég vil gera gagn og láta gott af mér leiða,“ sagði Halla árið 2016 og lýsti áhyggjum sínum yfir því að almennt hugsuðu það of fáir. 

„Bæði vegna þess að það er ákveðin áhætta, að stökkva út og segja það, í sam­fé­lagi þar sem umræðan er kannski ekki alltaf á já­kvæðum nót­um,“ sagði Halla sem enn leggur mikla áherslu á mikilvægi þess að umræðan í samfélaginu sé á jákvæðum nótum. 

„Ég tel að sá sem sitji á Bessa­stöðum þurfi að fara fyr­ir vilja allr­ar þjóðar­inn­ar, ekki ein­hverj­um ein­stök­um hug­mynda­fræðileg­um skoðunum sem kannski verða of rót­grón­ar ef maður hef­ur starfað á sviði stjórn­mála,“ sagði Halla árið 2016.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert