Las 111 bækur í fyrra

Álfrún Lind Helgadóttir, nýjasti dúx Menntaskólans í Reykjavík.
Álfrún Lind Helgadóttir, nýjasti dúx Menntaskólans í Reykjavík. Ljósmynd/Aðsend

Álfrún Lind Helga­dótt­ir, nýj­asti dúx Mennta­skól­ans í Reykja­vík, út­skrifaðist á föstu­dag­inn af braut­inni nátt­úru­fræði 1 með 9,765 í meðal­ein­kunn. Hún stefn­ir á nám í lækn­is­fræði og las 111 bæk­ur á síðasta ári.

Spurð hvort mark­miðið hafi verið að dúxa svar­ar Álfrún: „Nei, alls, alls ekki. Ég var ekki al­veg að trúa þessu. Mark­mið mitt fyr­ir árið hafði verið að ná yfir níu í meðal­ein­kunn en ég stefndi aldrei að því að verða dúx. Það kom ekki til greina í mín­um huga.“

Hún þakk­ar góðan náms­ár­ang­ur skipu­lagi og því að vinna jafnt og þétt í gegn­um námið en seg­ir jafn­framt: „Ég þekki líka minn náms­stíl vel, hvernig það hent­ar mér best að læra. Ég held að það sé mjög mik­il­vægt. Líka að hafa áhuga á nám­inu því þá er mun auðveld­ara og skemmti­legra að læra.“

Mik­ill lestr­ar­hest­ur

Álfrún seg­ir mik­il­vægt í svona stress­andi námi að vera ekki með of mikið álag utan skóla en hún legg­ur áherslu á að eyða tíma með vin­um og fjöl­skyldu og að sinna áhuga­mál­um sín­um.

Álfrún er lestr­ar­hest­ur og las 111 bæk­ur í fyrra.

„Ég les mest­megn­is skáld­sög­ur, allskon­ar skáld­sög­ur svo lengi sem þær eru ekki of sorg­leg­ar,“ seg­ir Álfrún.

Hún seg­ist ekki eiga sér upp­á­halds bók en seg­ir skáld­sög­una Kirka eft­ir Madel­ine Miller hafa staðið upp úr af þeim 111 bók­um sem hún las á síðasta ári.

Stefn­ir á lækn­is­fræði

Spurð út í framtíðaráform seg­ir Álfrún: „Næst á dag­skrá er að taka inn­töku­prófið í lækn­is­fræði en ég er ekk­ert búin að læra mikið fyr­ir það þannig ég ætla bara að sjá hvernig það fer.“

Ann­ars er Álfrún á leið í út­skrift­ar­ferð til Spán­ar seinna í júní og mun starfa í Bláa lón­inu í sum­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert