Myndskeið: Jarðböðin lokuð sökum veðurs

Ákveðið var að opna ekki Jarðböðin við Mývatn i dag vegna veðurs, en þar er talsverður norðanstrekkingur og snjókoma. 

Kristinn Björn Haraldsson, bókunarstjóri hjá Jarðböðunum, segir þau hafa verið nokkur sem mættu á skrifstofuna í morgun en þau hafi ákveðið að fara heim áður en þau myndu snjóa inni. 

„Við frestuðum opnum og ætluðum aðeins að sjá til. Svo bara tókum við ákvörðun um að vera ekki að fá fólk á vegina í þessu veðri á vanbúnum bílum,“ segir Kristinn, en á þessum árstíma eru allflestir komnir á sumardekk. 

„Frekar leiðinlegur júníhvellur“

Kristinn segir ákvörðunina þannig hafa verið tekna með öryggi bæði starfsmanna og viðskiptavina í huga. 

Það hlýtur að óvenjulegt að þurfa að loka á þessum árstíma vegna veðurs.

„Já, maður er vanari þessu á veturna. Maður býst ekki endilega við þessu júní,“ segir Kristinn og bætir við: 

„Þetta er frekar leiðinlegur júníhvellur þó við sjáum alveg snjó á þessum árstíma, en þetta eru heldur slæmt.“ 

Hér að neðan má sjá myndskeið sem tekið var fyrir utan Jarðböðin við Mývatn fyrr í dag. 

Tekin var ákvörðun um að opna ekki Jarðböðin við Mývatn …
Tekin var ákvörðun um að opna ekki Jarðböðin við Mývatn sökum veðurs. mbl.is/Brynjólfur Löve
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert