Flestir vilja kalla Björn „forsetaherra“

Björn Skúlason, verðandi forsetaherra, ásamt Höllu Tómasdóttur, nýkjörnum forseta, og …
Björn Skúlason, verðandi forsetaherra, ásamt Höllu Tómasdóttur, nýkjörnum forseta, og syni þeirra. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mikið hefur verið rætt og ritað um það hvað kalla eigi Björn Skúlason, eiginmann Höllu Tómasdóttur, þegar Halla tekur við embætti forseta þann 1. ágúst.

mbl.is lagði fyrir lesendur könnun og vildu flestir að Björn yrði kallaður „forsetaherra“.

Alls voru 3972 svarendur í könnuninni og 32% svöruðu því að þeir vildu nota orðið „forsetaherra“ til að lýsa Birni. Þar á eftir kom titillinn „eiginmaður forseta“ sem 26,5% svarenda töldu vera besta valkostinn.

„Forsetamaður“ óvinsælasti valkosturinn

Allir aðrir valmöguleikar fengu undir 10% en óvinsælasti valkosturinn var „forsetamaður“ sem aðeins 4,3% svarenda vildu nota til að lýsa eiginmanni forseta.

Hingað til hef­ur „for­setafrú“ verið notað til að lýsa eig­in­kon­um for­seta en innan við 10% svarenda vildu nota það til að lýsa eiginmanni forseta.

Eru niðurstöður þessarar óvísindalegu könnunar því í takt við óvísindalegar kannanir sem Ríkisútvarpið og Vísir hafa framkvæmt en þar var „forsetaherra“ einnig vinsælasti valkosturinn af mörgum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert