Tónabíó opnar loksins ári á eftir áætlun

Barinn á nýju bruggstofunni í Tónabíó.
Barinn á nýju bruggstofunni í Tónabíó. Ljósmynd/Cat Gundry-Beck

Ný brugg­stofa RVK Brugg­fé­lags opn­ar loks­ins í Tóna­bíó í Skip­holti á þriðju­dag­inn, næst­um því ári á eft­ir áætl­un. Einnig er stefnt á að opna bíósal í hús­inu í ág­úst eða sept­em­ber en hann átti að líta dags­ins ljós í nóv­em­ber síðastliðnum.

Mbl.is greindi frá því í lok júní í fyrra að nýja brugg­stof­an, sem tek­ur 100 manns, yrði opnuð síðar um sum­arið og að bíóið, sem tek­ur 270 manns, myndi opna síðar það ár en babb kom í bát­inn.

Slökkviliðið setti fram at­huga­semd­ir 

Að sögn Sig­urðar P. Snorra­son­ar, fram­kvæmda­stjóra RVK Brugg­fé­lags/​​Vandaðs ehf. og eins af for­svars­mönn­um Tóna­bíós, var allt sam­an til­búið í nóv­em­ber og loka­út­tekt kom­in og starfs­leyfi frá heil­brigðis­eft­ir­lit­inu þegar slökkviliðið á höfuðborg­ar­svæðinu setti út á hús­næðið.

Tónabíó.
Tóna­bíó. Ljós­mynd/​Cat Gundry-Beck

Vanda­málið sner­ist um að tveir ólík­ir rekstr­araðilar áttu að vera í hús­inu, þ.e. fyr­ir brugg­húsið og bíóið, sem ætluðu að deila sam­eig­in­leg­um sal­ern­um og flótta­leiðum. Slíkt er ekki leyfi­legt og því þurfti að ráðast í end­ur­hönn­un hús­næðis­ins. Sömu­leiðis þurfti RVK Brugg­fé­lag að taka að sér rekst­ur bíósal­ar­ins en það var aldrei í upp­runa­legu plön­un­um, grein­ir Sig­urður frá. Hann verður því fram­veg­is titlaður sem bíó­stjóri til að geta selt bjór í hús­inu.

Eins og að stíga aft­ur í tím­ann

Spurður seg­ir Sig­urður það hafa verið von­brigði að þurfa að bíða all­an þenn­an tíma eft­ir grænu ljósi frá yf­ir­völd­um. 

„Ég hélt að ég væri að fara opna fyrstu vik­una í nóv­em­ber þegar það var sett stopp á þetta en við finn­um fyr­ir rosa­legri eft­ir­vænt­ingu og spenn­ingi bæði hjá okk­ar fasta­gest­um í litlu brugg­stöðinni og okk­ar ná­grönn­um,” svar­ar Sig­urður, sem er að von­um spennt­ur fyr­ir opn­un­inni á þriðju­dag­inn sem verður frá klukk­an 16 til 23.

Sigurður P. Snorrason í nýju bruggstofunni.
Sig­urður P. Snorra­son í nýju brugg­stof­unni. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Tóna­bíó var opnað í byrj­un sjö­unda ára­tug­ar­ins með tekk-inn­rétt­ing­um þess tíma og til­heyr­andi íburði. Breyt­ing­ar urðu síðar á hús­næðinu með til­komu Vina­bæj­ar og vék eitt­hvað af gamla stíln­um við það.

„Við erum að reyna að færa húsið aft­ur til þess tíma sem það var þá og gera það þannig úr garði að þér líði eins og þú sért að stíga aft­ur í tím­ann,” lýs­ir Sig­urður.

Tónabíó hér á árum áður.
Tóna­bíó hér á árum áður.

Tón­list­ar­viðburðir í bíg­erð 

RVK Brugg­fé­lagið hef­ur starf­rækt tvö brugg­hús í Skip­holti síðustu árin. Smærra brugg­húsið er í Skip­holti 31 en það stærra í viðbygg­ingu skammt frá við hús Tóna­bíós í Skip­holti 33. Það brugg­hús er átt­falt stærra en hið fyrr­nefnda.

Bruggstofa RVK Bruggfélags í Tónabíó.
Brugg­stofa RVK Brugg­fé­lags í Tóna­bíó. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Að sögn Sig­urðar eru tón­list­ar­viðburðir fyr­ir­hugaðir í brugg­stof­unni. Þar eru hæg heima­tök­in því fyr­ir ofan Tóna­bíó er Mennta­skól­inn í tónlist og í hús­inu við hliðina starf­ræk­ir Lista­há­skóli Íslands tón­list­ar­deild. „Við finn­um fyr­ir mikl­um áhuga hjá þeim varðandi sam­starf,” seg­ir hann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert