Styður niðurstöðu bankaráðsins

Sigurður ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Sigurður ingi Jóhannsson, fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Eins og ég hef skilið á nýju bankaráði Landsbankans þá fór það í gegnum söluna og þá skilmála sem voru til staðar og það hefði verið skynsamlegast að klára þetta verkefni í stað þess að fara aðrar leiðir.“

Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson fjármálaráðherra við fréttamenn eftir fund ríkisstjórnarinnar þegar hann var spurður hvað honum finnist um kaup Landsbankans á TM.

„Mín afstaða er sú að við erum sannarlega að minnka umfang ríkisins og uppfylla þannig eigendastefnuna með því að hafa áform uppi um að selja Íslandsbanka á næstu tveimur árum. Um leið er Landsbankinn mjög verðmæt eign þjóðarinnar og fólksins í landinu og mikilvægt að Landsbankinn geti þar að leiðandi keppt við aðra banka með sambærilegum hætti,“ segir Sigurður Ingi.

Ætlar þú að beita þér fyrir því að það verði losað aftur um eignarhald í TM?

„Ég hef ekki haft nein formleg samskipti ennþá við bankasýsluna um það og finnst mikilvægt að bankaráðið sjálft taki þessar ákvarðanir sem það hefur gert og ég styð þeirra niðurstöðu. Ég er sáttur við hana.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka