Þjarmað að Bjarna

Sandra Hlíf Ocares, Bjarni Benediktsson og Gunnar Bragi Sveinsson eru …
Sandra Hlíf Ocares, Bjarni Benediktsson og Gunnar Bragi Sveinsson eru gestir Stefáns Einars Stefánssonar í Spursmálum. Samsett mynd

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra situr fyrir svörum í næsta þætti af Spursmálum undir stjórn Stefáns Einars Stefánssonar. Þátturinn verður sýndur hér á mbl.is klukkan 14 í dag. 

Bjarni tók við forsætisráðuneytinu í apríl eftir brotthvarf Katrínar Jakobsdóttur við misgóðar undirtektir almennings. Er þetta í annað sinn sem ríkisstjórn starfar undir forystu Bjarna því árið 2017 gegndi hann einnig hlutverki forsætisráðherra.

Í þættinum verður þjarmað að Bjarna og knúið á um svör við ýmsum hagsmunamálum er varða þjóðina. Ríkisstjórnarsamstarfið hefur mikið verið í umræðunni undanfarna daga og ríkisfjármálin ekki síður, ákvarðanir matvælaráðherra um hvalveiðar og nýkjörinn forseti Íslands verður á meðal þess sem rætt verður í Spursmálum þessarar viku.

Fréttir vikunnar gerðar upp

Auk Bjarna mæta þau Gunnar Bragi Sveinsson fyrrverandi ráðherra og Sandra Hlíf Ocares varaborgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í settið til að rýna helstu fréttir líðandi viku.

Ekki missa af upplýsandi og líflegri samfélagsumræðu í Spursmálum hér á mbl.is alla föstudaga klukkan 14. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert