Konurnar komnar undir læknishendur

Bíll valt af Suðurlandsvegi um kl 20 í kvöld. Fimm …
Bíll valt af Suðurlandsvegi um kl 20 í kvöld. Fimm voru í bílnum og flytja þurfti tvær konur á Fossvogsspítala. Árni Sæberg

Konurnar tvær sem slösuðust í bílveltu á Suðurlandi fyrr í kvöld eru komnar undir læknishendur á Fossvogspítala í Reykjavík. 

Þetta staðfestir Frímann Baldursson, aðalvarðstjóri lögreglunnar á Suðurlandi, í samtali við mbl.is.

mbl.is greindi frá því um fyrr í kvöld að þyrla Land­helg­is­gæsl­unn­ar hefði verið kölluð út á Suðurland. Þá hafði fólksbíll oltið af Suður­lands­vegi á milli Skaft­ár­tungu­veg­ar og Kirkjubæjarklaust­urs rétt fyrir kl. 20.

Hinir leituðu á heilsugæsluna

Fimm manns voru í bíln­um en tvær kon­ur voru flutt­ar með þyrlunni á Foss­vogs­spít­ala.  Önn­ur kon­an var með áverka á höfði en ekki er vitað um áverka á hinn­i.

Hinir farþeg­arn­ir gengu sjálfir út úr bíln­um eft­ir að hann valt. Bíllinn er óökufær eftir slysið, að sögn lögreglu. 

Þeir sem ekki voru fluttir á Fossvogsspítala leituðu aftur á móti á heilsugæsluna á Kirkjubæjarklaustri en þeirra ástand hafi verið stöðugt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka