Öllu starfsfólki sagt upp

Undir knatthúsinu uppgötvaðist djúp sprunga sem teygir sig frá horni …
Undir knatthúsinu uppgötvaðist djúp sprunga sem teygir sig frá horni til horns, yfir allan völlinn. mbl.is/Kristinn Magnússon

Síðustu 10. bekkingarnir útskrifuðust frá Grunnskóla Grindavíkur í vikunni, að minnsta kosti í bili.

Öllu starfsfólki skólans hefur verið sagt upp, þar á meðal skólastjóranum Eysteini Þór Kristinssyni.

Alls útskrifuðust 47 nemendur af þeim 62 sem hófu nám síðastliðið haust en grindvísk börn búa nú í 30 sveitarfélögum víðs vegar um landið.

„Tilfinningin var blendin, en það hefur verið svo mikill styrkur í fólkinu og samstaða um að láta hlutina ganga. Svo er bara spurning um hvernig hlutirnir verða þegar það er búið,“ segir Eysteinn í samtali við Morgunblaðinu. Safnskólum var komið á fót í kjölfar náttúruhamfaranna í og við Grindavík, en fjölskyldur fengu val um hvort börnin færu í þá eða í skóla í því hverfi sem fjölskyldan flutti í.

Öllu starfsfólki skólans hefur verið sagt upp, þar á meðal …
Öllu starfsfólki skólans hefur verið sagt upp, þar á meðal skólastjóranum Eysteini Þór Kristinssyni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Eysteinn segir starfsfólk skólans munu skila öllu af sér eins vel og þau geta og svo fari þau bara að leita sér að vinnu.

„Ég er heppinn með það að ég er með frábært starfsfólk sem er eftirsóttur vinnukraftur. Ég á ekki von á að það verði í erfiðleikum með að ná sér í vinnu,“ segir Eysteinn.

Áskoranirnar hafa verið margar síðastliðið skólaár og grindvísk börn tekist á við kvíða, hræðslu og óöryggi varðandi framtíðina. Sveitarfélagið og skólinn hafa notið liðsinnis Geðheilsumiðstöðvar barna.

Mun erfiðara svona

Inntur eftir því hvort ekki sé erfitt fyrir börnin að missa tengslin við félagana í skólanum sem og kennarana segir Eysteinn jú, og að málið flækist enn í ljósi þess að það sé í kjölfar náttúruhamfara.

„Oftast flytur fólk af fúsum og frjálsum vilja, það er ekki nauðbeygt til þess. Þetta er mun erfiðara svona. Í Grindavík er mikið íþróttasamfélag og samheldið samfélag í heild. Það eru miklar áskoranir við að halda einhvern veginn utan um þessa tæplega 4.000 einstaklinga sem dreifast vítt og breitt um landið, þó flestir séu á suðvesturhorninu,“ segir Eysteinn.

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka