Spá 18 stiga hita

Hitaspáin á landinu kl. 12 á morgun.
Hitaspáin á landinu kl. 12 á morgun. Kort/Veðurstofa Íslands

Besta veðrið í dag og á morgun verður á Suður- og Vesturlandi. Almennt er gert ráð fyrir fínu veðri víða um land næstu daga, það mun hlýna talsvert í vikunni og því útlit fyrir betri tíð. 

„Það getur verið víða um land að hitinn nái allt að 18 gráðum á nokkrum stöðum á Suðurlandi og svo þegar líður á vikuna á Norðurlandi,“ segir Katrín Agla Tómasdóttir, veðurfræðingur hjá Veðurstofu íslands, í samtali við mbl.is. 

Von er á betri tíð og allt að 18 gráða …
Von er á betri tíð og allt að 18 gráða hita. mbl.is/Arnþór Birkisson

Kuldatíð að ljúka

Kuldatíð hefur hrjáð bændur sérstaklega norðan- og austanlands undanfarna viku, en útlit er fyrir að henni sé loks að ljúka.

„Við erum að sjá fyrir endann á henni [kuldatíðinni] núna, það er að hlýna smám saman, en eins og í nótt er áfram næturfrost til fjalla austanlands. Þetta er smám saman að koma, það dregur alltaf meira og meira úr næturfrostinu,“ segir Katrín Agla. 

Hvað vætu á þessum slóðum varðar er útlit fyrir suðlæga átt og þurrt norðan- og austanlands, þó einhver væta gæti orðið við austurströndina á fimmtudag.

Á Norðurlandi er útlit fyrir þurrt og bjart veður næstu daga. 

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka