For­eldrar beðnir um að kanna fórur skag­firskra barna

Sveitarfélagið biður um að lyklunum verði skilað.
Sveitarfélagið biður um að lyklunum verði skilað. Ljósmynd/Skagafjörður

Tilkynning hefur verið gefin út til foreldra á Facebook-síðu sveitarfélagsins Skagafjarðar. Eru þeir beðnir um að athuga hvort að lyklar að vinnutækjum leynist í fórum barna sinna. 

Í færslunni, sem má sjá hér að neðan, kemur fram að lyklum að hinum ýmsu vinnutækjum sveitarfélagsins hafi verið stolið á síðustu dögum. Ekki kemur fram af hverju börn eru grunuð um að vera að verki. 

„Síðustu daga hefur lyklum að vinnutækjum á íþróttavelli, sláttuvélum og traktor, verið stolið og viljum við því biðla til foreldra að kanna hjá börnum sínum hvort að hjá þeim leynast lyklar sem gætu ekki átt að vera í þeirra fórum. Lyklum mætti skila til starfsmanna íþróttavallarins eða móttöku ráðhússins,“ segir í færslunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka