Sat fastur á þaki eftir að hafa flúið af svölunum

Hundurinn hafði hoppað yfir grindverk á þaksvölum og sat fastur …
Hundurinn hafði hoppað yfir grindverk á þaksvölum og sat fastur á þaki. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu barst um helgina beiðni um aðstoð þar sem hundur hafði hoppað yfir grindverk á þaksvölum í miðbæ Reykjavíkur og sat fastur á þaki. 

Slökkviliðið brást skjótt við og bjargaði hundinum aftur inn á svalirnar. Frá þessu greinir slökkviliðið á facebook–síðu sinni og meðfylgjandi eru myndir úr björgunaraðgerðinni. 

Slökkviliðið brást skjótt við og kom hundinum aftur á svalirnar.
Slökkviliðið brást skjótt við og kom hundinum aftur á svalirnar. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins

í færslunni segir jafnframt að síðastliðin sólarhring hafi sjúkrabílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu farið í 124 verkefni, þar af 27 í hæsta forgangi, og slökkvibílarnir í 7 verkefni sem öll reyndust minni háttar. 

Björgunaraðgerðin gekk vel.
Björgunaraðgerðin gekk vel. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins
Mynd tekin þaðan sem hundurinn beið björgunar.
Mynd tekin þaðan sem hundurinn beið björgunar. Ljósmynd/Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins





mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert