Efna til mótmæla vegna ákvörðunar Bjarkeyjar

Mótmælin verða haldin á Austurvelli í kvöld á meðan á …
Mótmælin verða haldin á Austurvelli í kvöld á meðan á eldhúsdagsumræður standa yfir á Alþingi. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Náttúruverndarsamtökin Hvalavinir efna til mótmæla í kvöld vegna ákvörðunar matvælaráðherra að heimila hvalveiðar í sumar.

Í tilkynningu frá samtökunum er bent á að Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra hafi gefið út leyfi Hvals hf. til að drepa 128 langreyðar í sumar.

„En að drepa einn einasta hval er einum hval of mikið,“ skrifa samtökin, sem segjast fordæma tilgangslausar og ómannúðlegar veiðar á hvölum og krefjast þess að Alþingi „hlusti á vilja þjóðarinnar“ og stöðvi drápin.

Loka augunum fyrir þjáningu og dauða langreyða

Mótmælin verða haldin á Austurvelli kl. 19.30 í dag á meðan á eldhúsdagsumræður standa yfir á þingi.

„Ætla þingmenn að skunda í sumarfrí og loka augunum fyrir tilgangslausri þjáningu og dauða 128 langreyða?“ spyrja Hvalavinir, sem kveðast ekki ætla að gefast upp fyrr en búið er að banna hvalveiðar með öllu

„Takið með potta og pönnur, látum í okkur heyra!“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert