Krefjast stefnu um uppbyggingu vindorku

Vindmyllur við Búrfell.
Vindmyllur við Búrfell. mbl.is/Árni Sæberg

Fjarðarbyggð og Fljótsdalshreppur hafa sent frá sér ályktun þar sem þau skora á Alþingi að ljúka afgreiðslu mikilvægra mála sem bíða afgreiðslu, þar á meðal stefnu um uppbyggingu á vindorku á Íslandi.

„Fullfjármögnuð verkefni á Austurlandi bíða afgreiðslu þingsins og hætta er á að uppbyggingin færist út fyrir landsteinana verði frekari dráttur á. Skiptir þar mestu máli að þingið afgreiði stefnu um uppbyggingu á vindorku á Íslandi ásamt því að tryggja að sveitarfélög fái eðlilegt afgjald af raforkuframleiðslu sem fram fer í þeim,” segir í ályktuninni, sem var afgreidd á fundi bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og sveitarstjórnar Fljótsdalshrepps í gær.

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar og sveitarstjórn Fljótsdalshrepps funduðu í gær.
Bæjarstjórn Fjarðabyggðar og sveitarstjórn Fljótsdalshrepps funduðu í gær. Ljósmynd/Aðsend

Fram kemur að Austurland áformi uppbyggingu á orkugarði sem muni gera landsfjórðunginn að miðstöð orkuskipta með framleiðslu á vetni til að knýja fiski- og fraktskip bæði hér á landi sem erlendis. Áformin kalli á skýrt lagaumhverfi og að innviðir séu til staðar „til að þessi mikilvægi þáttur orkuskipta innanlands gangi eftir”.

Einnig gera sveitarfélögin ráð fyrir talsverðri húsnæðisuppbyggingu gangi áformin eftir sem muni styrkja samfélagið á Austurlandi.

Alþingi.
Alþingi. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þá ítreka sveitarfélögin að þingið afgreiði önnur frumvörp sem varða hagsmuni sveitarfélaganna s.s. frumvarp um breytingar á lögum um tekjustofna sveitarfélaga, frumvarp um lagareldi og að við endurskoðun búvörusamninga sem nú eru að hefjast verði lögð sérstök áhersla á stuðning við fámenn landbúnaðarsvæði,” segir í ályktuninni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert