Dýrustu íbúðirnar seldust strax

Íbúðir á efstu hæð í fjölbýlishúsi í Gróttubyggð ruku út.
Íbúðir á efstu hæð í fjölbýlishúsi í Gróttubyggð ruku út. Tölvumynd/Onno

Mikill áhugi var á nýjum íbúðum í Gróttubyggð á Seltjarnarnesi þegar sala hófst fyrir tæpum tveimur vikum. Um þriðjungur þeirra íbúða sem þá fór í sölu seldist strax.

„Þetta hefur gengið mjög vel,“ segir Daði Hafþórsson, fasteignasali hjá Eignamiðlun. „Dýrustu íbúðirnar fóru fyrst. Þær eru allar á þriðju hæðinni í fyrra húsinu,“ segir hann enn fremur.

Alls eru um 20 íbúðir þegar seldar að sögn Daða. Verðmiðinn á þessum dýrustu íbúðum er í kringum 215 milljónir. Þær eru tæpir 170 fermetrar með tveimur baðherbergjum, þvottahúsi og tveimur stæðum í bílageymslu.

Daði segir að nú sé verið að skoða málin fyrir aðra mögulega kaupendur, verðmeta hús þeirra og fleira slíkt. Fjöldi samninga sé í farvatninu og áhuginn mikill.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka