Fermetrum gistirýma fjölgaði mikið

Reykjavík Saga hótel við Lækjargötu.
Reykjavík Saga hótel við Lækjargötu. mbl.is

Flatarmál hótela og annarra gistirýma hefur aukist mikið á undanförnum árum. Alls bættust tæplega 27 þúsund fermetrar við hótel og önnur gistirými á landinu á seinasta ári.

Um seinustu áramót voru heildarfermetrar allra hótela og gistirýma landsins samtals 757 þúsund talsins samkvæmt samantekt Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) um fermetrafjölda atvinnuhúsnæðis á landinu.

Á síðustu 20 árum hefur fermetrafjöldi hótela og annarra gistirýma aukist um 514 þúsund fermetra sem er 211% aukning. Á sama tíma er til dæmis allt vörugeymslurými á landinu 215 þúsund fermetrum stærra í dag en það var á árinu 2004 og hefur stækkað um 31% á tveimur áratugum skv. tölum HMS.

Fram kemur í umfjöllun HMS að fermetrum sem lagðir eru undir gistirými hefur fjölgað um 84 prósent á síðasta áratug. „Til samanburðar hefur fermetrum fyrir annað atvinnuhúsnæði fjölgað um 12 prósent á sama tíma,“ segir þar. Frá 2013 hafa því um 346 þúsund fm bæst við gististaðina.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert