Dælubílar sendir í Versló en síðan afturkallaðir

Verslunarskóli Íslands.
Verslunarskóli Íslands. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allir dælubílar slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðir út eftir að vegfarandi tilkynnti um eld í klæðningu í Verslunarskóla Íslands um klukkan 10 í morgun.

„Þegar lögregla kemur á vettvang þá sér hún að það eru menn að vinna með gasloga og það logar smá gas hjá þeim. Aldrei nein hætta og ekki neitt vesen og öllu snúið við,“ segir Stefán Már Kristinsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu. 

Rauf í vegg notuð sem stubbageymsla

Einnig voru tveir dælubílar sendir í iðnaðarhúsnæði í Klettagörðum í Reykjavík í morgun. Þar hafði verið tilkynnt um eld í vegg.

Þegar fyrri dælubifreiðin kom á staðinn kom í ljós að ekki var þörf á þeirri seinni og var hún þá kölluð til baka.

„Það hafði einhver notað rauf í veggnum fyrir stubbageymslu. Það fór aðeins að kvikna í en það náðist að stöðva allt í tæka tíð,“ segir Stefán.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert