Dagur mætir í Spursmál

Það má búast hressilegri umræðu um málefni borgarinnar í Spursmálum …
Það má búast hressilegri umræðu um málefni borgarinnar í Spursmálum í dag. Ekki síður um landsmálin og erlenda pólitík. mbl.is/samsett mynd

Það er von á líflegum þætti í Spursmálum þennan föstudaginn þar sem Dagur B. Eggertsson formaður borgarráðs og fyrrum borgarstjóri mætir í Hádegismóana en hann hefur setið undir töluverðri gagnrýni að undanförnu fyrir embættisfærslur í borgarstjóratíð sinni. 

Því hefur verið haldið fram að Reykja­vík­ur­borg hafi veitt olíu­fé­lög­um und­anþágur á gjöld­um sem nema millj­örðum króna með því að komast hjá að greiða innviðagjöld né bygg­inga­rétt­ar­gjöld á reit­um sem þau hyggj­ast byggja á. Málið þykir sérlega bagalegt í ljósi erfiðrar fjárhagsstöðu borgarinnar.

Þá mun Þorsteinn Pálsson fyrrum forsætisráðherra og ritstjóri fara yfir helstu tíðindi vikunnar ásamt Stefáni Einari þáttastjórnanda en þar er af nægu að taka bæði á innlendum og erlendum vettvangi.

Þátturinn sem er öllum opinn fer í loftið kl.14 og verður í kjölfarið aðgengilegur á streymisveitum og hér á mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert