Fimm bíla árekstur á Akureyri

Fimm bíla árekstur varð á Hörgárbraut.
Fimm bíla árekstur varð á Hörgárbraut. mbl.is/Þorgeir

Fimm bíla árekstur varð á Hörgárbraut á Akureyri fyrir skemmstu. Að sögn vaktmanns lögreglunnar á Norðurlandi eystra var sjúkrabíll ekki sendur á vettvang og því líkur á því að ekki hafi orðið meiriháttar meiðsl á fólki. 

Bíladagar fara nú fram á Akureyri. Áreksturinn varð rétt framan við hringtorg á Hörgárbraut og er það mörgum kunnugt enda þarf að fara í gegnum það til þess að komast inn á Akureyri að norðanverðu þegar ekið er inn í bæinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka