Meta sakhæfi móðurinnar

Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku.
Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjaness í næstu viku. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Dómskvadd­ir mats­menn meta nú sak­hæfi móður­inn­ar sem er sögð hafa játað að hafa ráðið syni sín­um bana á heim­ili þeirra við Ný­býla­veg í Kópa­vogi í lok janú­ar. Lík­lega má vænta niðurstaðna á næstu dög­um. 

Þetta kem­ur fram í sam­tali mbl.is við Karl Inga Vil­bergs­son, sak­sókn­ara hjá héraðssak­sókn­ara. 

„Dóm­kvadd­ir mats­menn eru nú fengn­ir til að meta sak­hæfi og sú vinna stend­ur enn yfir,“ seg­ir Karl Ingi. Útskýr­ir hann að um svo­kallað yf­ir­mat sé að ræða, að geðmat hafi verið fram­kvæmt á meðan málið var í rann­sókn en mats­menn leggi nú mat að nýju. 

Fyr­ir­taka í næstu viku

Staðfest­ir Karl Ingi að málið verði tekið fyr­ir dóm í næstu viku og tek­ur fram að niður­stöður um sak­hæfi kon­unn­ar skipti miklu fyr­ir fram­gang máls­ins. 

„Það er í sjálfu sér ekk­ert að fara að ger­ast þá af því að við erum enn þá að bíða eft­ir geðmat­inu,“ seg­ir hann og bæt­ir við að ekki sé ljóst hvenær niður­stöðurn­ar liggi fyr­ir en tel­ur lík­legt að það verði ein­hvern tím­ann á næstu dög­um.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert