„Pólitískt klámhögg“ hjá miðflokksmönnum

Matvælaráðherra lýsir þessu sem pólitísku klámhöggi.
Matvælaráðherra lýsir þessu sem pólitísku klámhöggi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra segir miðflokksmenn steyta hnefann með því að íhuga vantrausttillögu í hennar garð. Hún segir það koma sér spánskt fyrir sjónir að flokkur sem styðji hvalveiðar ætli að leggja fram vantraust á ráðherra sem leyfi þær. 

Steyta hnefann

Blaðamaður spurði ráðherrann út í vantrauststillöguna á kynningarfundi stjórnvalda vegna uppfærðrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum.

„Ég held að þetta séu miðflokks­menn steyta hnef­ann dá­lítið og sjá sér leik á borði. Mér finnst þetta ótta­legt póli­tískt klám­högg svo ég segi það bara hreint út,“ segir hún og heldur áfram:

„Það kem­ur mér líka spánskt fyr­ir sjón­ir að flokk­ur hlynnt­ur hval­veiðum ætli að leggja fram van­traust á ráðherra sem gaf út hval­veiðal­eyfi.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert