Strunsuðu út af fundi og gáfu ekki kost á viðtali

Bjarni Benediktsson forsætisráðherra þurfti að drífa sig í atkvæðagreiðslu um …
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra þurfti að drífa sig í atkvæðagreiðslu um útlendingafrumvarpið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ráðherrar fóru allir í flýti út af ríkisstjórnarfundi að honum loknum í morgun. Enginn gaf mbl.is kost á viðtali og allir báru þeir fyrir sig að þurfa að flýta sér á atkvæðagreiðslu á Alþingi.

Ágreiningur er uppi um hin ýmsu mál sem liggja á borði ríkisstjórnarinnar. Þar má nefna bréfaskrif dómsmálaráðherra til fjármálaráðuneytisins, þar sem síðarnefnda ráðuneytið var skammað fyrir meint pólitísk afskipti af rannsókn lögreglu á netverslun áfengis. 

Greiða atkvæði um útlendingafrumvarpið

En sem fyrr segir gáfu ráðherrar blaðamönnum ekki kost á viðtali þegar þeir gengu út af ríkisstjórnarfundi í Umbru í Skuggasundi upp úr kl. 11 í dag.

Sögðust þeir þurfa að flýta sér á Alþingi, þar sem þingmenn munu í dag greiða atkvæði um Útlendingafrumvarp dómsmálaráðherra. Stefnir allt í að það verði samþykkt af þingmeirihluta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka