Þúsundir drápust og varpið ónýtt

Krían leitaði skjóls í melgresi og lúpínu.
Krían leitaði skjóls í melgresi og lúpínu. Ljósmynd/Ólafur Karl Nielsen.

Þúsundir mófugla drápust í hretinu á Norðausturlandi í júní. Ólafur Karl Nielsen, vistfræðingur hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, segir um þungt högg að ræða.

Eins og greint var frá á mbl.is í vikunni fann Sigfús Illugason, ferðaþjónustubóndi á Bjargi í Mývatnssveit, hátt í tuttugu dauða fugla á tjaldsvæðinu er hann fór að taka þar til á mánudag. Sömu sögu er að segja víða um Norðausturland.

Tug- eða hundruð þúsunda

„Það eru örugglega tugþúsundir ef ekki hundruð þúsunda mófuglapara sem dvelja á því svæði sem er núna undir fönn,“ segir Ólafur og vísar þar til heiðarlanda nærri sjó í yfir 150 metra hæð yfir sjávarmáli allt frá Fnjóskadal í vestri og austur um. Sérstaklega þungri stöðu lýsir hann í heiðarlöndunum norðan Mývatnssveitar og yfir í Tjörnes, Kelduhverfi og Öxarfjörð og svo áfram yfir í Þistilfjörð og Bakkafjörð. „Á þessu áhrifasvæði var bara vetur. Veðrið var það hart að ég hef eina heimild um fálkaunga sem króknuðu í hreiðri. Það lá þykkt snjólag yfir öllu landi og allt mófuglavarp er fyrir bí.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka