Vegablæðingar í Öxnadal í síðustu viku

Frá slysstað í Öxnadal.
Frá slysstað í Öxnadal. mbl.is/Þorgeir

G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, segir að vegablæðingar hafi byrjað í síðustu viku í Öxnadal í samtali við mbl.is.

Búið var að sanda veginn til þess að bregðast við blæðingunum. 

Spurður hvort blæðingarnar kynnu að hafa átt þátt í slysinu sem varð á svæðinu fyrr í dag segir hann að algjörlega ómögulegt sé að svara því að svo stöddu.  Ekki sé vitað um aðstæður á slysstað.

Rúta keyrði út af vegi í Öxnadal rétt fyrir klukkan 17 í dag.

Í rútunni voru 22 manns og voru allir fluttir af vettvangi stuttu eftir slysið. Slysið er metið alvarlegt en engar upplýsingar hafa borist um líðan farþega rútunnar.

Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, má sjá að sandað var í …
Á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, má sjá að sandað var í gær vegna tjörublæðinga og hraðinn lækkaður niður í 70 km/klst. Var viðvörun vegna bikblæðinga endurtekin í dag. Skjáskot/Umferdin.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka