Allt að 20 stiga hiti í dag

Það er útlit fyrir gott veður í dag.
Það er útlit fyrir gott veður í dag. mbl.is/Arnþór

Í dag er útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt 3-8 m/s. Víða verður þurrt veður, en stöku síðdegisskúrir gætu látið á sér kræla sunnanlands. Búast má við þokulofti við norður- og austurströndina.

Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.

Því er því spáð að hiti verði 10 til 20 stig í dag, hlýjast verði á Suðurlandi.

Fleiri ský á morgun

Á morgun er spáð norðvestan 3-8. Einnig er búist við að það verði meira af skýjum á landinu heldur en í dag. Þá má gera ráð fyrir smávegis vætu á víð og dreif.

Í hugleiðingum veðurfræðings kemur fram að þurrast og bjartast verði á Suður- og Suðausturland, eða frá Hellisheiði að Höfn, á morgun og á því svæði geti hiti aftur náð 20 stigum. Í næstu viku er ekki spáð góðu sumarverði.

„Ef litið er á veðurkort fyrir næstu viku, þá er útlitið heilt yfir ekki það sem flestir sækjast eftir í sumarveðri. Hitatölurnar verða í lægri kantinum og búast má við einhverri vætu í flestum landshlutum,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Veður­vef­ur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka