Bílvelta í Hafnarfirði

Veltan varð við gatnamót Reykjavíkurvegar og Álftanesvegar.
Veltan varð við gatnamót Reykjavíkurvegar og Álftanesvegar. Ljósmynd/Gunnar Kr Sigurjónsson

Bíll valt á Reykjavíkurvegi í Hafnarfirði um klukkan 18 í dag. Einn var fluttur til skoðunar á slysadeild.

Þetta seg­ir Jón Krist­inn Vals­son, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborg­ar­svæðinu, í sam­tali við mbl.is. 

Dælubíll var sendur á vettvang, auk tveggja sjúkrabíla. Aðgerðum er að ljúka á vettvangi að sögn Jóns Kristins. 

 
Ljósmynd/Gunnar Kr Sigurjónsson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka