Eldur í þaki Kringlunnar

Slökkviliðsmenn að verki í Kringlunni.
Slökkviliðsmenn að verki í Kringlunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Eldur kviknaði í þaki Kringlunnar fyrir skömmu en iðnaðarmenn voru að störfum að bræða tjörupappa.

Þetta staðfestir Jón Kristinn Valsson, varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við mbl.is.

Viðbragðsaðilar eru að vinna í að slökkva eldinn. Engin slys hafa orðið á fólki.

Uppfært klukkan 16:25

Jón býst við því að slökkviliðið verði lengi að. Þetta sé töluverð vinna og segir hann að rífa þurfi einhvern hluta af þakinu.

Eldur er í þaki Kringlunnar.
Eldur er í þaki Kringlunnar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Slökkvilið vinnur í því að slökkva eldinn.
Slökkvilið vinnur í því að slökkva eldinn. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka