Guðni snýr aftur til starfa hjá HÍ

Guðni lætur af embætti í sumar.
Guðni lætur af embætti í sumar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Guðni Th. Jóhannesson forseti mun hefja störf á ný hjá Háskóla Íslands þegar hann lætur af embætti forseta. 

Jón Atli Bene­dikts­son, rektor Há­skóla Íslands, tilkynnti um þetta á brautskráningu kandídata í dag.

„Við óskum Höllu Tómasdóttur til hamingju með kjörið og óskum henni velfarnaðar í þessu mikilvæga starfi. Á sama tíma bjóðum við fráfarandi forseta, Guðna Th. Jóhannesson, prófessor í sagnfræði, velkominn aftur til starfa við Háskóla Íslands,“ sagði Jón Atli.

Halla Tómasdóttir tekur við embætti forseta 1. ágúst.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka