Myndir: Mikið vatn á gólfum Kringlunnar

Hreinsun á 1. hæð Kringlunnar í kvöld.
Hreinsun á 1. hæð Kringlunnar í kvöld. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mikið vatn er á 1. og 2. hæð Kringlunnar og er reykjarmökkur inni í verslunarmiðstöðinni.

Slökkviliðinu tókst að slökkva eldinn að mestu í kvöld, en ljóst er að tjón að völdum eldsins sem kviknaði í þaki austurhluta byggingarinnar er mikið. 

Ljósmyndari mbl.is tók myndirnar inni í Kringlunni í kvöld en búðareigendum var hleypt inn í verslunarmiðstöðina til þess að vitja um búðir sínar.

Ekki hafa feng­ist upp­lýs­ing­ar um hvenær hægt verði að opna Kringl­una aft­ur.

Uppfært klukkan 22.40:

„Við erum ennþá að í Kringlunni en erum samt aðeins farin að draga úr,“ segir Lár­us Stein­dór Björns­son, varðstjóri hjá slökkviliðinu.

Dagvaktin er farin heim eftir erfiðan vinnudag og næturvaktin hefur nú tekið við.

Eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan 16 í dag.
Eldurinn kviknaði rétt fyrir klukkan 16 í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka