Ótímasett jarðgöng sögð eina lausnin

Hlíðin í Almenningum við Siglufjörð er að falla fram í …
Hlíðin í Almenningum við Siglufjörð er að falla fram í sjó. mbl.is/Sigurður Bogi

„Menn áttuðu sig á því að það var hreyfing á hlíðinni þegar vegurinn um Strákagöng var opnaður árið 1967,“ segir Gunnar Helgi Guðmundsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar á Norðursvæði, spurður um ástand vegarins um Strákagöng til Siglufjarðar.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er engu líkara en að fjallshlíðin sé að skríða í sjó fram.

„Það eru þrír sigdalir á 6 kílómetra kafla á þessu svæði og hlíðin er í raun á leið niður í sjó,“ segir hann.

Tíð skriðuföll eru í hlíðinni sem Siglufjarðarvegur liggur eftir, en …
Tíð skriðuföll eru í hlíðinni sem Siglufjarðarvegur liggur eftir, en þar eru Strákagöng. mbl.is/Sigurður Bogi

„Þarna er engin önnur lausn í boði en jarðgöng sem eru reyndar í bígerð, þótt þau hafi ekki verið tímasett enn,“ segir Gunnar Helgi, en jarðgöngin sem hann vísar til yrðu tæplega 6 kílómetra löng.

Nánar má lesa um málið í Morgunblaðinu í dag, laugardag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka