Hagkaup sleppi betur en önnur fyrirtæki

Hagkaup í Kringlunni verður lokuð í dag líkt og aðrar …
Hagkaup í Kringlunni verður lokuð í dag líkt og aðrar búðir Kringlunnar. Kristinn Magnússon

„Hagkaup er að sleppa betur en margir út úr þessu ástandi, en húsið er auðvitað mjög illa farið og hafa mörg fyrirtæki lent illa í því.“

Þetta segir Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaupa. Blaðamaður mbl.is náði tali af honum í Kringlunni þar sem hann var staddur til að kanna ástand búðarinnar. 

Sigurði skilst að nýta eigi næstu tvo daga vel til að reykræsta húsið betur og ganga frá tjónasvæðum.

Kringlan verður lokuð í dag og á morgun, en það stóð alltaf til að hafa lokað á þjóðhátíðardaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert