Óvíst hvort Kringlan verði opnuð í dag

Kringlan.
Kringlan. mbl.is/Kristinn Magnússon

Endanleg ákvörðun um hvort Kringlan verði opnuð í dag verður tekin fyrir hádegi.

Inga Rut Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kringlunnar, staðfestir þetta í samtali við mbl.is.

Rekstarfélag Kringlunnar sendi fyrirtækjum í Kringlunni tölvupóst í gærkvöldi. Þar kom fram að stefnt væri að því að opna Kringluna í dag:

„Unnið verður hörðum höndum í alla nótt við reyklosun og að þurrka upp svæði sem eru á floti. Ástand er misjafnt eftir svæðum í húsinu og tjón í verslunum er mismikið. Stefnt er að því að opna Kringluna á morgun, sunnudag, kl. 12 en endanleg ákvörðun verður tekin í fyrramálið. Viðburðinum Fjölskyldufjöri hefur verið aflýst.“

Bestseller opnar ekki í dag

Í tilkynningu frá Bestseller, sem rekur fimm fatabúðir í Kringlunni, segir að búðir þeirra verði ekki opnaðar í dag:

„Vegna eldsvoða í verslunarmiðstöðinni Kringlunni í gær verður einungis opið í Vero Moda, Jack&Jones, Selected, Vila og Name it í Smáralind í dag.“ 

„Þetta er gert til að tryggja öryggi og heilbrigði starfsfólks,“ segir enn fremur í tilkynningunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert