Gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu

Gosmóða liggur yfir höfðuborgarsvæðinu en þessi mynd er tekin úr …
Gosmóða liggur yfir höfðuborgarsvæðinu en þessi mynd er tekin úr Kópavogi í dag. mbl.is/Björn Jóhann

„Það liggur örlítil gosmóða yfir höfuðborgarsvæðinu en er ekki í því magni að fólk ætti að finna fyrir henni nema að það sé mjög viðkvæmt.“

Þetta segir Jóhanna Malen Skúladóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands, í samtali við mbl.is. Hún segir að gosmóðan muni teygja sig austur fyrir fjall í kvöld.

Gosið við Sundhnúkagíga hefur nú staðið yfir í nítján daga og segir Jóhanna að það sé áfram þokkalega mikill kraftur í því.

„Það kom gat á vesturhluta gígsins sem er sá eini sem er virkur um hádegisbilið og það flæðir lítill hraunstraumur úr því,“ segir Jóhanna.

Þrír mælar sýndu rautt á vef Umhverfisstofnunnar, loftgaedi.is, klukkan 16 …
Þrír mælar sýndu rautt á vef Umhverfisstofnunnar, loftgaedi.is, klukkan 16 í dag. Kort/Umhverfisstofnun
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert