Kringlan ekki opnuð fyrr en á fimmtudag

Hreinsunarstarf gengur vel, að því er segir í tilkynningu.
Hreinsunarstarf gengur vel, að því er segir í tilkynningu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kringl­an verður ekki opnuð fyrr en á fimmtu­dag­inn. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Reit­um fast­eigna­fé­lagi.

„Hreins­un­ar­starf geng­ur vel í Kringl­unni en til að tryggja að upp­lif­un gesta verði sem best hef­ur verið ákveðið að opna ekki fyrr en á fimmtu­dag,“ seg­ir í til­kynn­ing­unni.

Lág­marka tekjutap vegna brun­ans

Þar seg­ir einnig að Reit­ir og Kringl­an leggi höfuðáherslu á að aðstoða versl­un­ar­eig­end­ur við að lág­marka tekjutap sitt vegna brun­ans og gera þeim unnt að opna versl­an­irn­ar aft­ur sem fyrst.

Á fimmtu­dag er reiknað með því að þá verði búið að ljúka hreins­un og loka fyr­ir fram­kvæmda­svæðið.

Enn er hægt að versla á vef Kringl­unn­ar en send­inga­kostnaður fell­ur niður á meðan lok­un stend­ur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert