Foreldrar fá ekki sömu þjónustu eftir fæðingu

Heimaþjónusta er mikilvæg aðstoð fyrir foreldra og börn eftir fæðingu.
Heimaþjónusta er mikilvæg aðstoð fyrir foreldra og börn eftir fæðingu. Ljósmynd/Colourbox

Kon­ur sem dvelja leng­ur en 72 klukku­stund­ir á sjúkra­stofn­un eft­ir fæðingu barns eiga ekki rétt á heima­vitj­un­um eft­ir heim­komu. Kveðið er á um þetta í ramma­samn­ing­um á milli Sjúkra­trygg­inga Íslands (SÍ) og ljós­mæðra.

Alla jafna eiga kon­ur og fjöl­skylda þeirra rétt á heimaþjón­ustu í tíu daga eft­ir fæðingu barns þar sem ljós­móðir fylg­ist með and­legri líðan for­eldra, heilsu barns, veit­ir aðstoð með brjósta­gjöf og svar­ar ýms­um spurn­ing­um sem nýbakaðir for­eldr­ar kunna að hafa. 

Emma Marie Swift, ljós­móðir á fæðing­ar­heim­ili Reykja­vík­ur og dós­ent við Há­skóla Íslands, seg­ir í sam­tali við mbl.is að heimaþjón­usta sé mik­il­væg þjón­usta fyr­ir nýbakaða for­eldra og að all­ir þurfi á henni að halda, þá sér­stak­lega þeir sem hafa verið veik­ir eða með veikt barn. 

Hún seg­ir að nú­ver­andi kerfi sé ósann­gjarnt og að for­eldr­ar sitji ekki við sama borð. Hef­ur hún kallað eft­ir breyt­ing­um á þessu „öf­ug­snúna kerfi“.

Emma Marie Swift, ljósmóðir á fæðingarheimili Reykjavíkur og dósent við …
Emma Marie Swift, ljós­móðir á fæðing­ar­heim­ili Reykja­vík­ur og dós­ent við Há­skóla Íslands. Ljós­mynd/​Aðsend

Fer eft­ir flokk­un 

Ákvörðun um hvort kon­ur og fjöl­skylda þeirra eigi rétt á heimaþjón­ustu fer eft­ir flokk­un sem ræðst af heilsu barns og móður. Flokk­arn­ir eru þrír: A-, B- og C-flokk­ur.

Ef móðir og barn falla und­ir A-flokk eru þau bæði tal­in heilsu­hraust og fara oft­ast heim inn­an 36 tíma frá fæðingu. Ef móðir og barn til­heyra B-flokk þarf að fylgj­ast bet­ur með þeim og þurfa þau þá að dvelja aðeins leng­ur á sjúkra­stofn­un­inni. 

Ef móðir og barn eru loks í C-flokki þarf kon­an ým­ist að dvelja á sæng­ur­legu vegna veik­inda eða heilsu­kvilla eða barnið þarf að dvelja á vöku­deild eft­ir fæðingu. 

Emma seg­ir að þeir sem falli und­ir C-flokk séu þeir sem dvelji oft leng­ur en 72 klukku­stund­ir á sjúkra­hús­inu og missa þar með rétt­inn á heima­vitj­un­um frá ljós­móður.

Hún seg­ir það öf­ug­snúið að kona eða barn sem hef­ur verið veikt fyrstu dag­ana eft­ir fæðingu missi þessa þjón­ustu og hef­ur talað fyr­ir því að kon­ur og fjöl­skyld­ur þeirra eigi rétt á heima­vitj­un­um frá ljós­móður óháð dval­ar­tíma á sjúkra­stofn­un.

„Ef kona dvel­ur í fjóra daga [á sjúkra­stofn­un], þá eru enn þá sex dag­ar eft­ir sem hún á að geta fengið heimaþjón­ustu,“ seg­ir Emma í sam­tali við mbl.is.

Samþykkti breyt­ing­ar fyr­ir ári

Jó­hann Páll Jó­hanns­son þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar sendi fyr­ir­spurn til heil­brigðisráðherra í apríl í fyrra og spurði ráðherra hvort hann myndi beita sér fyr­ir breyt­ing­um á ramma­samn­ingi milli SÍ og ljós­mæðra, til þess að tryggja að ljós­mæður geti veitt heimaþjón­ustu til for­eldra og barna fyrstu tíu daga frá fæðingu, óháð dval­ar­tíma á sjúkra­stofn­un. 

Will­um Þór Þórs­son heil­brigðisráðherra svaraði fyr­ir­spurn Jó­hann Páls og kvaðst munu leggja til breyt­ing­ar á samn­ingi SÍ og ljós­mæðra um þjón­ustu ljós­mæðra í heimaþjón­ustu. 

„Til áfram­hald­andi þró­un­ar þjón­ust­unn­ar mun ráðherra leggja til breyt­ingu á gild­andi samn­ingi þannig að aðgengi sæng­ur­kvenna og fjöl­skyldna þeirra að þjón­ust­unni verði óháð lengd sæng­ur­legu á stofn­un, enda hafi mál­efna­leg­ar ástæður legið að baki seink­un út­skrift­ar,“ sagði í svari Will­ums Þórs við fyr­ir­spurn Jó­hann Páls.

Rúmt ár er nú liðið, frá því Will­um sagðist myndu ráðast í breyt­ing­ar á ramma­samn­ingn­um, en ekk­ert hef­ur gerst síðan.

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar.
Jó­hann Páll Jó­hanns­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Veita þjón­ust­una gegn greiðslu

Emma seg­ir að sum­ar ljós­mæður hafi ákveðið að veita þessa þjón­ustu til kvenna sem eiga ekki rétt á henni, gegn greiðslu.

Ljós­mæður aug­lýsa þessa þjón­ustu ekki sér­stak­lega held­ur ákveða þær sjálf­ar að grípa til þess­ara ráða vegna þess hve ósann­gjarnt þeim finnst kerfið.

„En það kerfi er ekk­ert frá­bært, heil­brigðisþjón­usta á að vera jöfn og ókeyp­is fyr­ir þá sem eru sjúkra­tryggðir.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka