Hælisleitendur á lífeyri

Hælisleitendur þurfa gjarnan á nýjum heyrnartækjum að halda við komuna …
Hælisleitendur þurfa gjarnan á nýjum heyrnartækjum að halda við komuna hingað til lands og er þeim séð fyrir slíkum búnaði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fatlað flóttafólk sem fær mannúðarleyfi á Íslandi getur sótt um varanlegar örorkubætur eftir þriggja ára búsetu hér á landi. Í Noregi fær flóttafólk ekki rétt til örorkulífeyris fyrr en eftir 5 ára búsetu í landinu. Ég tel fulla þörf á því að endurskoða regluverkið hjá okkur hvað þetta varðar,“ segir Birgir Þórarinsson alþingismaður í samtali við Morgunblaðið.

Eins og frá hefur verið greint í Morgunblaðinu hafa hópar fólks sem glímir við heyrnarleysi fengið mannúðarleyfi hér á landi og eru Úkraínumenn þar fjölmennir, en Palestínumenn koma þar einnig við sögu. Nú er svo komið að rúmlega 100 heyrnarlausir flóttamenn með mannúðarleyfi hafa leitað til Félags heyrnarlausra með beiðni um ýmsa þjónustu, frá því opnað var sérstaklega fyrir komu flóttafólks frá Úkraínu fyrir rúmum tveimur árum. Hlutfallslega er hér um að ræða margfalt fleiri einstaklinga en í öðrum Evrópulöndum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert