Lekinn einangraður við vélasalinn

Slökkviliðsmenn að störfum.
Slökkviliðsmenn að störfum. mbl.is

Búið er að einangra ammoníakslekann á Tálknafirði við vélasal gamla frystihússins þar sem frystivélar eru staðsettar fyrir ammoníaks- og kælikerfin.

Þetta segir Davíð Rúnar Gunnarsson, slökkviliðsstjóri í Vesturbyggð, spurður út í stöðu mála. Enn lekur því einhvers staðar í vélasalnum. Lekinn er þó mun minni en hann var.

Mbl.is//Guðlaugur Albertsson

Búið er að reykræsta alla aðra hluta hússins. Enn er girt af svæði umhverfis húsið og húsið þar við hliðina, þar sem er lokað fyrir allri starfsemi en áfram er hægt að vinna á höfninni.

Um 15 slökkviliðsmenn eru að störfum á vettvangi líkt og í morgun. Davíð Rúnar kveðst ekki geta sagt til um hvenær slökkviliðið lýkur störfum. Það gerist ekki fyrr en komist hefur verið fyrir lekann.

Mbl.is/Guðlaugur Albertsson

Engum hefur orðið meint af, bætir hann við og segir öryggi slökkviliðsins og annarra vera efst á blaði.

„Á meðan mengunin dreifist ekki meira út og við erum með ástandið stöðugt þá erum við ekki í neinum flýti,” segir hann.

Mikill viðbúnaður hefur verið á svæðinu.
Mikill viðbúnaður hefur verið á svæðinu. mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert