Orðræða um Katrínu einkennst af kvenfyrirlitningu

Jódís Skúladóttir segir að kvenfyrirlitning hafi einkennt orðræðu um Katrínu.
Jódís Skúladóttir segir að kvenfyrirlitning hafi einkennt orðræðu um Katrínu. Ljósmynd/Aðsend

Jafnrétti kynjanna bar á góma hjá mörgum þingmönnum sem tóku til máls í umræðum um störf þingsins í dag, en í dag er kvenréttindadagurinn.

Þingmaður Vinstri grænna sagði að orðræða um Katrínu Jakobsdóttur hefði einkennst af kvenfyrirlitningu.

„Mikið var rætt um það þegar fyrrverandi forsætisráðherra, Katrín Jakobsdóttir, sat í því embætti. Ítrekað var talað niður til hennar, um að hún réði ekki heldur væri það fjármálaráðherra sem öllu réði,“ sagði Jódís Skúladóttir, þingmaður Vinstri grænna, á Alþingi fyrir skömmu.

„Ég get ekki litið öðruvísi á það en kvenfyrirlitningu af því að sú umræða þagnaði þegar karlar setjast í báða stóla.“ 

Hún sagði að konur í áhrifastöðum væru og fáar og að þær yrðu fyrir aðkasti. Þá sagði hún að orðræðan um konur í áhrifastöðum væri öðruvísi á samfélagsmiðlum og inni í þingsal.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert