Börnin upplifa sáran söknuð

Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, á fundi með Grindvískum börnum í …
Umboðsmaður barna, Salvör Nordal, á fundi með Grindvískum börnum í mars. mbl.is/Árni Sæberg

Grind­vísk­um börn­um hef­ur þótt erfitt að byrja í nýj­um skól­um og þau sakna vina sinna úr bæn­um. Þetta kem­ur fram í nýrri skýrslu umboðsmanns barna.

Í mars boðaði umboðsmaður barna Grind­vísk börn á fund í Laug­ar­dals­höll þar sem þau deildu upp­lif­un­um sín­um í kring­um ham­far­irn­ar sem gengu yfir Grinda­vík 10. nóv­em­ber á síðast ári þegar íbú­um bæj­ar­ins var gert að yf­ir­gefa bæ­inn í skyndi.

Skýrsl­an er unn­in út frá því sem fram kom í máli barn­anna á fund­in­um. 

Í inn­gangi skýrsl­unn­ar kem­ur fram að áhrif at­b­urðanna á líf barn­anna hafi verið marg­vís­leg og að ástandið hafi haft í för með sér mikla óvissu fyr­ir börn og fjöl­skyld­ur þeirra. 

Börn­in telja mik­il­vægt að stór­fjöl­skyld­um verði gert kleift að vera sam­an en mörg börn upp­lifa sár­an söknuð.

Blendn­ar til­finn­ing­ar

Fram kem­ur að börn­in hafi upp­lifað blendn­ar til­finn­ing­ar við að byrja í nýj­um skól­um. Mörg­um þótti gam­an að eign­ast nýja vini en al­mennt söknuðu börn­in grunn­skól­ans í Grinda­vík sárt.

„Ég sakna skól­ans sem er í Grinda­vík,“ var haft eft­ir ein­um fund­ar­gesti en ann­ar sagði: „Það er erfitt að byrja í nýj­um skóla.“

Börn­in lögðu ríka áherslu á að fund­in verði lang­tíma lausn á skóla­mál­um þar sem öll­um börn­um úr Grinda­vík standi til boða að vera sam­an.

Eft­ir að íbú­um var gert að yf­ir­gefa Grinda­vík voru sett­ir af stað svo­kallaðir safn­skól­ar þar sem grind­vísk börn gátu komið sam­an en í apríl tók bæj­ar­sjórn Grinda­vík­ur ákvörðun um að loka þeim. Sú ákvörðun olli mörg­um börn­um von­brigðum.

Börn frá Grindavík lýstu blendnum tilfinningum í tengslum við að …
Börn frá Grinda­vík lýstu blendn­um til­finn­ing­um í tengsl­um við að byrja í nýj­um skól­um á fundi í Laug­ar­dals­höll. mbl.is/Á​rni Sæ­berg

Upp­lifa ein­mana­leika

Á fund­in­um kom einnig fram að börn­un­um gengi verr að halda vina­tengsl­um og að söknuður eft­ir vin­um sé mik­ill.

Í skýrsl­unni seg­ir að það hafi mik­il áhrif á börn­in að geta ekki hitt og um­geng­ist vini eins og áður. Þá hafi mörg börn lýst ein­mana­leika að skóla­degi lokn­um

„Ég hitti vini mína aldrei eft­ir skóla því þau búa svo langt í burtu,“ sagði einn fund­ar­gest­ur og ann­ar talaði um að eiga enga vini.

Breyt­ing­arn­ar lögðust þó bet­ur í sum börn sem lýstu því að skóla­hald hefði gengið vel, þeim liði vel í skól­an­um og að vel hefði verið tekið á móti þeim.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert