Erfitt, sárt og blóðugt að farga svo miklu

Elín Tinna Logadóttir, framkvæmdastjóri Útilífs í Kringlunni.
Elín Tinna Logadóttir, framkvæmdastjóri Útilífs í Kringlunni. mbl.is/Eyþór

„Við slupp­um við vatns­tjón en það kom mik­ill reyk­ur hér inn svo við þurft­um að taka all­ar vör­ur héðan út,“ seg­ir Elín Tinna Loga­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri Útil­ífs í sam­tali við blaðamann mbl.is í Kringl­unni fyrr í dag. 

Kringl­an var opnuð fyrst í dag eft­ir bruna sem braust út í þaki Kringl­unn­ar á laug­ar­dag.

„Við erum bara að vinna núna að því að und­ir­búa versl­un­ina og opna hana aft­ur,“ seg­ir Elín. Nú sé verið að þrífa og mála versl­un­ina.

Útil­íf gat ekki opnað versl­un sína í Kringl­unni í dag vegna þess að nán­ast all­ar vör­urn­ar í versl­un­inni skemmd­ust vegna reyks­ins sem kom frá brun­an­um. Elín seg­ir muna um að Útil­íf hafi aðrar versl­an­ir og net­versl­an­ir á þess­um tím­um.

Sárt og óum­hverf­i­s­vænt

„Við von­umst eft­ir að geta tekið á móti viðskipta­vin­um í Kringl­unni strax eft­ir helgi,“ seg­ir Elín. Unnið sé daga og næt­ur til þess að gera versl­un­ina hæfa til að taka á móti gest­um. 

Aðspurð seg­ir hún reyk­inn að mestu hafa haft áhrif í versl­un, lag­er­inn hafi sloppið en stór hluti varn­ings hafi einnig farið for­görðum. 

Úr verslun Útilífs í Kringlunni en nánast allar vörur verslunarinnar …
Úr versl­un Útil­ífs í Kringl­unni en nán­ast all­ar vör­ur versl­un­ar­inn­ar eyðilögðust. mbl.is/​Eyþór

„Það er ótrú­lega sárt og blóðugt og óum­hverf­i­s­vænt að þurfa að farga varn­ingi sem varð fyr­ir reyk­skemmd­um,“ seg­ir Elín en að von­andi sleppi eitt­hvað af lag­ern­um. 

„Þetta er heil­mikið tjón og mik­il vinna fram und­an,“ seg­ir hún, en Kringl­an hafi unnið góða vinnu í að koma versl­un­ar­miðstöðinni í eðli­legra horf. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert