Fjórar verslanir NTC lokaðar næstu mánuði

Svava Johansen eigandi NTC í Kringlunni fyrr í dag. Í …
Svava Johansen eigandi NTC í Kringlunni fyrr í dag. Í bakgrunni eru verslanir NTC sem urðu fyrir verulegu tjóni vegna brunans. mbl.is/Eyþór

Svava Johan­sen, eig­andi NTC, seg­ir fjór­ar af sex versl­un­um NTC verða lokaðar næstu mánuði vegna vatns- og reyk­skemmda.

Eld­ur braust út í þaki Kringl­unn­ar á laug­ar­dag og hef­ur Kringl­an verið lokuð síðan vegna skemmda.

„Við erum búin að opna Comp­anys og Smash Ur­ban en Gallerý 17, Kult­ur menn, Kult­ur og GS skór eru enn þá lokaðar og verða næstu tvo eða þrjá mánuði,“ seg­ir Svava í sam­tali við blaðamann mbl.is í Kringl­unni fyrr í dag.

Hún seg­ir það muna um að NTC hafi net­versl­un og aðrar versl­an­ir utan Kringl­unn­ar.

Aðspurð seg­ir hún bæði vatns­skemmd­ir og reyk­skemmd­ir vera í þess­um fjór­um versl­un­um sem eru all­ar í röð aust­an meg­in í Kringl­unni.

Iðnaðarmenn unnu hörðum höndum í Kringlunni í dag.
Iðnaðar­menn unnu hörðum hönd­um í Kringl­unni í dag. mbl.is/​Eyþór

„Ég kom hérna um nótt­ina og var hér alla nótt­ina. Það var al­veg hrika­legt að sjá hvernig þetta var. Við sáum ekki metra frá okk­ur fyr­ir reyk og það rigndi úr öll­um köst­ur­um í loft­inu eins og hundrað sturt­ur,“ seg­ir Svava.

„Það var vatn upp að ökkl­um í versl­un­un­um,“ seg­ir hún.

Hefðir þú bú­ist við því að fimm dög­um seinna yrðu komn­ir gest­ir í Kringl­una?

„Maður var bara eig­in­lega ekki að hugsa svo langt. Maður byrj­ar á að huga að tjón­inu og vinn­ur sig upp og ég verð að segja að það er búið að vera ótrú­lega hröð vinna hérna,“ seg­ir Svava.

Reyna að klára viðgerðir sem fyrst

Hver eru næstu skref hjá ykk­ur?

„Það er verið að rífa inn­rétt­ing­ar og annað út og svo hefst upp­bygg­ing. Við mun­um reyna að klára þetta á eins stutt­um tíma og við get­um. Það er hag­ur okk­ar og allra,“ seg­ir Svava.

Ertu ekki ánægð sjá ein­hverj­ar búðir hjá þér opna?

„Jú við vor­um að koma úr Comp­anys og ég er glöð að sjá all­ar heilu vör­urn­ar þar. Það er eng­in lykt þar og hún hef­ur minnkað mjög hratt í hús­inu,“ seg­ir Svava.

Glöð að geta opnað í dag

Blaðamaður mbl.is ræddi einnig við versl­un­ar­stjóra Comp­anys, sem er í eigu NTC, og kveðst hún glöð að geta opnað versl­un­ina í dag.

„Ég er rosa glöð, það er æðis­legt að fá að opna,“ seg­ir María Guðrún Sveins­dótt­ir versl­un­ar­stjóri Comp­anys.

Strax og Kringlan opnaði í morgun gerði fólk sér ferð …
Strax og Kringl­an opnaði í morg­un gerði fólk sér ferð í versl­un­ar­miðstöðina. mbl.is/​Eyþór

Aðspurð seg­ir María versl­un­ina hafa sloppið við reyk­skemmd­ir í vör­um versl­un­ar­inn­ar og ekk­ert í vegi fyr­ir því að opna í dag.

„Það er fer­lega súrt,“ seg­ir María um all­ar þær versl­an­ir sem ekki geta opnað í dag vegna skemmda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert