Heldur áfram fram sakleysi sínu

Máli héraðssaksóknara gegn Pétri Jökli Jónassyni var vísað frá dómi.
Máli héraðssaksóknara gegn Pétri Jökli Jónassyni var vísað frá dómi. mbl.is/samsett mynd

„Pét­ur hef­ur all­an tím­ann haldið fram sak­leysi sínu, því er hann vænt­an­lega ánægður með það að mál­inu sé vísað frá dómi, seg­ir Snorri Sturlu­son, lögmaður Pét­urs, í sam­tali við mbl.is. 

Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur vísaði í morg­un máli héraðssak­sókn­ara gegn Pétri Jökli Jónas­syni frá dómi, en hann var ákærður fyr­ir til­raun til stór­fellds fíkni­efna­laga­brots. Nán­ar til tekið, fyr­ir að hafa staðið að inn­flutn­ingi á 99,25 kg af kókaíni hingað til lands frá Bras­il­íu, með viðkomu í borg­inni Rotter­dam í Hollandi.

Héraðssak­sókn­ari hef­ur kært úr­sk­urðinn til Lands­rétt­ar. 

„Það er bara þeirra rétt­ur að geta kraf­ist end­ur­skoðunar á úr­sk­urði til Lands­rétt­ar," seg­ir Snorri spurður út í viðbrögð hans við kæru héraðssak­sókn­ara. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert