Nýttu tímann í allsherjarþrif

Telma Jóhannsdóttir, starfsmaður World Class í Kringlunni.
Telma Jóhannsdóttir, starfsmaður World Class í Kringlunni. Eyþór Árnason

Lík­ams­rækt­ar­unn­end­ur sem búa í ná­grenni Kringl­unn­ar geta tekið gleði sína á ný eft­ir að World Class opnaði þar aft­ur í dag.

Greint hef­ur verið frá að Kringl­an opnaði dyrn­ar sín­ar fyr­ir gest­um í dag eft­ir fimm daga lok­un. Hús­næðið hafði verið lokað vegna elds­voða sem þar kom upp síðastliðinn laug­ar­dag.

Í fyrstu var World Class stöðin opin í hálf­an dag eft­ir elds­voðann – en var svo tek­in ákvörðun um að loka stöðinni á meðan hrein­gern­ing­ar í hús­inu færu fram.

Tóku alla stöðina í gegn

Telma Jó­hanns­dótt­ir, starfsmaður World Class, seg­ir ekk­ert hafa skemmst í saln­um og hafi því starfs­fólk nýtt lok­un­ina til að taka alls­herj­arþrif á svæðinu.

„Við nýtt­um bara dag­ana til að þrífa stöðina al­veg. Þær sem voru á vakt – þær fengu bara að koma og nýta vakt­ar­tím­ann og við þrif­um bara gjör­sam­lega alla stöðina og tók­um í gegn,“ sagði Telma í sam­tali við blaðamann í morg­un.

Aðspurð seg­ir Telma stöðina hafa opnað klukk­an sex í morg­un og allt sé nú komið í eðli­legt ástand á ný.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert