Spyr ráðherra um samúðarskeyti til Ísrael

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. mbl.is/Kristinn Magnússon

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, hefur sent fyrirspurn á Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra. Hann spyr hvort ríkisstjórnin hafi sent Ísrael samúðarskeyti vegna hryðjuverkaárásar Hamas á tónlistarhátíð í Ísrael þann 7. október í fyrra. 

Óskar hann þess að fá upplýsingar um það hvort að skeyti hafi yfirhöfuð verið sent, hvenær það hafi verið gert og hvernig það hafi hljóðað. 

Auka mannúðarstuðning á Gasa

Stríð hefur staðið yfir á Gasa ströndinni nær linnulaust síðan að Hamas réðst inn í Ísrael. Þá hafa íslensk stjórnvöld verið beitt þrýstingi til að lýsa yfir stuðningi við Palestínu. 

Þórdís Kolbrún sagði fyrr í mánuðinum að íslensk stjórnvöld muni auka mannúðarstuðning á Gasa en það sé háð vopnahléi, hvenær aðstoðin komist til skila. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert