Árekstur í Hvalfjarðargöngum

Hvalfjarðargöng eru lokuð. Mynd úr safni.
Hvalfjarðargöng eru lokuð. Mynd úr safni. mbl.is/Eggert

Tveggja bíla árekstur varð í Hvalfjarðargöngum um kl. 13 í dag.

Alls voru fjórir í bílunum en ekki er vitað um meiðsl á fólki.

Þetta staðfestir varðstjóri slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu í samtali við mbl.is.

Sjúkraflutningabíll, dælubíll og lögreglubíll eru nýmættir á vettvang. Hvalfjarðargöng eru lokuð og hafa einhverjar umferðartafir orðið vegna slyssins.

Vegagerðin reiknar með að lokunin vari til kl. 15.00 hið minnsta og bendir á hjáleið um Hvalfjarðarveg.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert